Repúblikanir gagnrýna fangaskipti Bandaríkjanna og Íran Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2016 10:44 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36