Sautján ár síðan fótboltalandsliðið vann tvo fyrstu leiki ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2016 10:00 Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Finnum. Vísir/Adam Jastrzebowski Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir liði Sameinuðu arabísku furstadæmanna í vináttulandsleik í Dúbæ í dag. Þetta verður annar leikur íslenska liðsins á fjórum dögum og einn af þremur sem liðið spilar í janúar en íslenska hópinn skipa leikmenn á Norðurlöndum og leikmenn sem eru að leita sér að liðum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Finnum á miðvikudaginn var og skoraði Arnór Ingvi Traustason þá eina mark leiksins strax á sextándu mínútu. Það eru nú liðin sautján ár síðan að íslenska fótboltalandsliðið vann tvo fyrstu leiki sína á árinu en það varið árið 1999 þegar liðið vann vináttulandsleik við Lúxemborg (2-1) og leik við Andorra (2-0) í undankeppni EM. Þjálfari íslenska liðsins var þá Guðjón Þórðarson. Ísland hefur tvisvar áður mætt Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Atli Helgason tryggði Íslandi 1-0 sigur í Dúbæ í mars 1992 og Guðmundur Benediktsson skoraði eina markið, í sínum fyrsta landsleik, þegar þjóðirnar mættust síðast í ágúst 1994. Nú er að sjá hvort íslensku strákarnir nái að vinna sinn annan leik í röð en landsliðsþjálfararnir nota þessa þrjá leiki í janúar til að skoða leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar, bæði hjá byrjunarliðinu sem og hjá hópnum. Framundan er Evrópukeppnin í Frakklandi þar sem allir íslenskir knattspyrnumenn vilja fá að spila. Það er því mikið undir hjá mörgum leikmönnum íslenska liðsins í leiknum í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir og Lars gera fimm breytingar | Eiður Smári áfram með fyrirliðabandið Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafa tilkynnt byrjunarliðið sitt í vináttulandsleiknum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Dúbæ á morgun. 15. janúar 2016 22:34 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir liði Sameinuðu arabísku furstadæmanna í vináttulandsleik í Dúbæ í dag. Þetta verður annar leikur íslenska liðsins á fjórum dögum og einn af þremur sem liðið spilar í janúar en íslenska hópinn skipa leikmenn á Norðurlöndum og leikmenn sem eru að leita sér að liðum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Finnum á miðvikudaginn var og skoraði Arnór Ingvi Traustason þá eina mark leiksins strax á sextándu mínútu. Það eru nú liðin sautján ár síðan að íslenska fótboltalandsliðið vann tvo fyrstu leiki sína á árinu en það varið árið 1999 þegar liðið vann vináttulandsleik við Lúxemborg (2-1) og leik við Andorra (2-0) í undankeppni EM. Þjálfari íslenska liðsins var þá Guðjón Þórðarson. Ísland hefur tvisvar áður mætt Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Atli Helgason tryggði Íslandi 1-0 sigur í Dúbæ í mars 1992 og Guðmundur Benediktsson skoraði eina markið, í sínum fyrsta landsleik, þegar þjóðirnar mættust síðast í ágúst 1994. Nú er að sjá hvort íslensku strákarnir nái að vinna sinn annan leik í röð en landsliðsþjálfararnir nota þessa þrjá leiki í janúar til að skoða leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar, bæði hjá byrjunarliðinu sem og hjá hópnum. Framundan er Evrópukeppnin í Frakklandi þar sem allir íslenskir knattspyrnumenn vilja fá að spila. Það er því mikið undir hjá mörgum leikmönnum íslenska liðsins í leiknum í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir og Lars gera fimm breytingar | Eiður Smári áfram með fyrirliðabandið Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafa tilkynnt byrjunarliðið sitt í vináttulandsleiknum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Dúbæ á morgun. 15. janúar 2016 22:34 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Heimir og Lars gera fimm breytingar | Eiður Smári áfram með fyrirliðabandið Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafa tilkynnt byrjunarliðið sitt í vináttulandsleiknum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Dúbæ á morgun. 15. janúar 2016 22:34