Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2016 07:18 Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40
Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00
Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57