Íslendingur sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2016 22:34 Guðmundur er sagður höfuðpaur í umfangsmiklum smyglhring. vísir/abc Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira