Íslendingur sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2016 22:34 Guðmundur er sagður höfuðpaur í umfangsmiklum smyglhring. vísir/abc Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira