Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 16:45 Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá Keflavík. mynd/karfan.is Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira