Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2016 08:59 Bowie sagði við Björk eitthvað á þá leið að hann hafi löngum velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl að verpa. Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Tónlistarkonan Björk biður þess að David Bowie megi hvíla í friði en upplýsir jafnframt að það hafi verið Bowie sem einkum og sérílagi ber ábyrgð á því að hún klæddist hinum fræga svanakjóli sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna árið 2001. Ástæðan má heita frumleg, Björk segir að Bowie hafi alltaf sagt við sig eitthvað á þá leið að hann hafi alltaf velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl sem væri að verpa.Af Facbooksíðu Bjarkar.„RIP David Bowie. It is true that he was the one who inspired me to wear my swan dress at the Academy Awards. He told me "I always wondered what you would look like as a bird laying eggs.“ Svo segir Björk á sinni Facebooksíðu. Fjöldi Íslendinga, líkt og öll heimsbyggðin, hefur grátið Bowie í vikunni en nú er sem sagt komið á daginn að það má kenna honum um það að óskabarn þjóðarinnar fetaði rauða dregilinn klædd hinum umdeilda svanakjól, eða þakka – eftir atvikum. Eins og þeir vita sem fylgjast með Óskarsverðlaunaafhendingunni tengist hátíðinni mikið stóð tískufólks sem veit fátt merkilegra í lífinu og tilverunni en mæna í kjóla þeirra frægðarkvenna sem mæta á verðlaunaafhendinguna. Kjóll Bjarkar vakti á sínum tíma gríðarlega athygli, hneykslan margra en var, í mikilli úttekt og könnun Debenhams, sem birt var í The Daily Telegraph 2008, kosinn níundi minnisstæðasti kjóll sem nokkur hefur klæðst á rauða dreglinum. Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Tónlistarkonan Björk biður þess að David Bowie megi hvíla í friði en upplýsir jafnframt að það hafi verið Bowie sem einkum og sérílagi ber ábyrgð á því að hún klæddist hinum fræga svanakjóli sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna árið 2001. Ástæðan má heita frumleg, Björk segir að Bowie hafi alltaf sagt við sig eitthvað á þá leið að hann hafi alltaf velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl sem væri að verpa.Af Facbooksíðu Bjarkar.„RIP David Bowie. It is true that he was the one who inspired me to wear my swan dress at the Academy Awards. He told me "I always wondered what you would look like as a bird laying eggs.“ Svo segir Björk á sinni Facebooksíðu. Fjöldi Íslendinga, líkt og öll heimsbyggðin, hefur grátið Bowie í vikunni en nú er sem sagt komið á daginn að það má kenna honum um það að óskabarn þjóðarinnar fetaði rauða dregilinn klædd hinum umdeilda svanakjól, eða þakka – eftir atvikum. Eins og þeir vita sem fylgjast með Óskarsverðlaunaafhendingunni tengist hátíðinni mikið stóð tískufólks sem veit fátt merkilegra í lífinu og tilverunni en mæna í kjóla þeirra frægðarkvenna sem mæta á verðlaunaafhendinguna. Kjóll Bjarkar vakti á sínum tíma gríðarlega athygli, hneykslan margra en var, í mikilli úttekt og könnun Debenhams, sem birt var í The Daily Telegraph 2008, kosinn níundi minnisstæðasti kjóll sem nokkur hefur klæðst á rauða dreglinum.
Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira