Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 14:39 Allir stjórnarmenn Rithöfundasambandsins fengu listamannalaun í heilt ár. vísir Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38