Innlent

Talsvert frost í kortunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Kuldagallinn verður brúkaður fram að helgi.
Kuldagallinn verður brúkaður fram að helgi. Vísir/vedur.is
Éljagangur verður á suðvestanverðu landinu í dag og gæti náð að gera skafrenning þar sem mest snjóar seinnipartinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að éljagangur verður um landið austanvert í dag og kvöld en í nótt muni sá éljagangur færast vestur með norðurlandinu.

Í kvöld og nótt styttir upp suðvestan til á landinu og léttir til á morgun, þriðjudag. Norðlægar áttir verða ríkjandi fram að helgi með éljum fyrir norðan og austan en lengst af léttskýjað syðra en fremur kalt í veðri. 

Veðrið í dag og næstu daga:

Í dag:

Austlæg átt, 8 – 13 metrar á sekúndu, og éljagangur sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Norðlægari með kvöldinu og dregur úr úrkomu á suðvestanverðu landinu.

Á morgun:

Norðan- og norðaustan átt, 8 – 15 metrar á sekúndu, hvassast á annesjum og él norðan- og austan til, en annars léttskýjað. Frost 1 – 17 stig, kaldast í innsveitum norðaustan til.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðlæg átt, 3-10 m/s og él N- og A-lands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við N- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Áfram talsvert frost.

Á laugardag:

Suðlæg átt með slyddu, en síðar rigningu, en þurrt NA-til og hlýnar í veðri.

Á sunnudag:

Ákveðin sunnanátt og væta S- og V-til, en annars þurrt. Milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×