Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton njóta stundar milli stríða. Mjótt er á mununum milli þeirra í fyrstu ríkjunum sem velja sér forsetaefni. Nordicphotos/AFP Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00