Norðmenn lögðu fyrr í kvöld fram kæru vegna meintra brota sem áttu sér stað á síðustu sekúndum leiksins gegn Þýskalandi í kvöld.
Þjóðverjar tryggðu sér sigurinn þegar lítið var eftir af framlengingunni. Vildu Norðmenn meina að aukamaður í sókn, sem er klæddur í vesti, hafi verið inn á vellinum á sama tíma og markvörður liðsins.
Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið
Þá gera þeir einnig athugasemd við það að leikmenn Þýskalands hafi hlaupið of snemma inn á völlinn þegar þeir fögnuðu sigrinum. Eins og sjá má í meðfylgjandi skjáskoti frá myndbandi sem fylgdi frétt Rúv um málið í kvöld eru ellefu leikmenn Þýskalands inn á vellinum á meðan leikurinn er enn í gangi - sá tólfti er Andreas Wolff markvörður.
Það skal tekið fram að ekki kemur fram á upptökunni með skýrum hætti hvort að leikklukkan í húsinu hafi verið sú nákvæmlega sama og í sjónvarpinu. En dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við lok leiksins, né heldur eftirlitsdómari eða starfsmenn á ritaraborði.
Handknattleikssamband Evrópu mun taka kæruna fyrir í fyrramálið.
Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn