Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Dagur þarf að vinna Noreg í dag. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira