Draymond Green og Klay Thompson með Curry í Stjörnuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 14:45 Klay Thompson, Stephen Curry og Draymond Green. Vísir/Getty Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti) NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti)
NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira