Þetta er bara mín staðreynd Þórlindur Kjartansson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þórlindur Kjartansson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun