Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 26. janúar 2016 14:49 Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áformum harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun afgreiðslustöðva Póstsins á undanförnum árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og markaðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerðingu af hálfu opinberra- og einkaaðila að undanförnu. Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifðar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða og varahlutaþjónustu. Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag. Með þessum áformum ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr í boði veikustu byggðanna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerðingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Íslandspósts hf. áfram fimm daga vikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áformum harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun afgreiðslustöðva Póstsins á undanförnum árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og markaðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerðingu af hálfu opinberra- og einkaaðila að undanförnu. Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifðar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða og varahlutaþjónustu. Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag. Með þessum áformum ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr í boði veikustu byggðanna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerðingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Íslandspósts hf. áfram fimm daga vikunnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun