Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 14:30 Mikkel Hansel, Michael Damgaard og uppfinningamaðurinn Guðmundur Guðmundsson. vísir/epa/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30
Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15