NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 09:00 Stephen Curry fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.DeMarcus Cousins var í banastuði í nótt en það dugði ekki til.Stephen Curry skoraði 37 stig og setti niður sex þrista í 120-90 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann spilaði samt bara fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum. Curry var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhlutann en hann hitti úr 12 af 20 skotum sínum í leiknum. Þetta var 39. heimasigur Golden State liðsins í röð og liðið hefur nú unnið 41 af 45 leikjum tímabilsins. San Antonio liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn í nótt en liðið lék án Tim Duncan. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs-liðið eða sextán stig en liðið átti aldrei möguleika í þessum leik í nótt.Sýningu Stephen Curry má sjá hér að neðan.LeBron James var með 25 stig og 9 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 114-107 sigur á Minnesota Timberwolves og fagnaði þar með sínum fyrsta sigri undir stjórn Tyronn Lue. Cleveland tapaði fyrsta leiknum eftir að Tyronn Lue tók við af David Blatt. Tristan Thompson var með 19 stig og 12 fráköst og Matthew Dellavedova skoraði 18 stig. Nýliðinn Karl Anthony-Towns var með 26 stig og 11 fráköst fyrir Minnesota.DeMarcus Cousins sló stigamet Chris Webber þegar hann skoraði 56 stig í nótt en það dugði ekki Sacramento Kings sem tapaði 129-128 fyrir Charlotte Hornest í tvíframlengdum leik. Troy Daniels kórónaði frábæran leik með því að smella niður þriggja stiga skoti þegar 9 sekúndur voru eftir en hann var með átta þrista og 28 stig.Troy Daniels var sjóðandi heitur fyrir utan og tryggði Charlotte sigur á Sacramento.Chris Webber skoraði á sínum tíma 51 stig sem var félagsmetið hjá Sacramento Kings en Cousins hafði áður skorað mest 48 stig. Rajon Rondo var með 10 fráköst og 20 stoðsendingar í leiknum. Kemba Walker var með 24 stig fyrir Charlotte Hornest og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum. James Harden skoraði 35 stig og Trevor Ariza var með 31 stig þegar Houston Rockets vann 112-111 sigur á New Orleans Pelicans. Jrue Holiday var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir New Orleans.Harden var í banastuði eins og sjá má að neðan.Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami Heat sem vann 89-84 útisigur á Chicago Bulls. Wade skoraði tíu stig í lokaleikhlutanum en Miami var um tíma átta stigum undir í fjórða leikhluta. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami en hjá Chicago var Pau Gasol með 19 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 23 stig og 9 stoðsendingar í þremur leikhlutum þegar Boston Celtics vann 116-91 útisigur á Washington Wizards. Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 114-107 Washington Wizards - Boston Celtics 91-116 Chicago Bulls - Miami Heat 84-89 Memphis Grizzlies - Orlando Magic 108-102 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 111-112 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 105-109 Utah Jazz - Detroit Pistons 92-95 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 128-129 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 120-90Bestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.DeMarcus Cousins var í banastuði í nótt en það dugði ekki til.Stephen Curry skoraði 37 stig og setti niður sex þrista í 120-90 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann spilaði samt bara fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum. Curry var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhlutann en hann hitti úr 12 af 20 skotum sínum í leiknum. Þetta var 39. heimasigur Golden State liðsins í röð og liðið hefur nú unnið 41 af 45 leikjum tímabilsins. San Antonio liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn í nótt en liðið lék án Tim Duncan. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs-liðið eða sextán stig en liðið átti aldrei möguleika í þessum leik í nótt.Sýningu Stephen Curry má sjá hér að neðan.LeBron James var með 25 stig og 9 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 114-107 sigur á Minnesota Timberwolves og fagnaði þar með sínum fyrsta sigri undir stjórn Tyronn Lue. Cleveland tapaði fyrsta leiknum eftir að Tyronn Lue tók við af David Blatt. Tristan Thompson var með 19 stig og 12 fráköst og Matthew Dellavedova skoraði 18 stig. Nýliðinn Karl Anthony-Towns var með 26 stig og 11 fráköst fyrir Minnesota.DeMarcus Cousins sló stigamet Chris Webber þegar hann skoraði 56 stig í nótt en það dugði ekki Sacramento Kings sem tapaði 129-128 fyrir Charlotte Hornest í tvíframlengdum leik. Troy Daniels kórónaði frábæran leik með því að smella niður þriggja stiga skoti þegar 9 sekúndur voru eftir en hann var með átta þrista og 28 stig.Troy Daniels var sjóðandi heitur fyrir utan og tryggði Charlotte sigur á Sacramento.Chris Webber skoraði á sínum tíma 51 stig sem var félagsmetið hjá Sacramento Kings en Cousins hafði áður skorað mest 48 stig. Rajon Rondo var með 10 fráköst og 20 stoðsendingar í leiknum. Kemba Walker var með 24 stig fyrir Charlotte Hornest og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum. James Harden skoraði 35 stig og Trevor Ariza var með 31 stig þegar Houston Rockets vann 112-111 sigur á New Orleans Pelicans. Jrue Holiday var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir New Orleans.Harden var í banastuði eins og sjá má að neðan.Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami Heat sem vann 89-84 útisigur á Chicago Bulls. Wade skoraði tíu stig í lokaleikhlutanum en Miami var um tíma átta stigum undir í fjórða leikhluta. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami en hjá Chicago var Pau Gasol með 19 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas skoraði 23 stig og 9 stoðsendingar í þremur leikhlutum þegar Boston Celtics vann 116-91 útisigur á Washington Wizards. Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 114-107 Washington Wizards - Boston Celtics 91-116 Chicago Bulls - Miami Heat 84-89 Memphis Grizzlies - Orlando Magic 108-102 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 111-112 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 105-109 Utah Jazz - Detroit Pistons 92-95 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 128-129 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 120-90Bestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira