Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun. Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39