Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2016 15:30 Dagur Sigurðsson er í miklum meiðslavandræðum með sitt lið. vísir/epa Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira