Lögreglan svaraði kvörtunum með því að mæta með Shaq | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 11:30 Shaquille O'Neal Vísir/Getty Lögregla í Flórída í Bandaríkjunum brást skemmtilega við á dögunum þegar lögreglustöðinni barst kvörtun vegna hávaða frá krökkum sem voru að leika sér úti í körfubolta. Bobby White, lögreglumaður í Gainesville, mætti á staðinn en í stað þess að banna krökkunum að leika sér í körfubolta þá hvatti hann krakkana til að vera úti að hreyfa sig. Hann gerði gott betur og spilaði með krökkunum. Lögreglan gaf út yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem stóð að það væri alltaf stefna deildarinnar að leyfa krökkum að vera krakkar. Myndband Bobby White af því þegar hann mætti og lék sér með krökkunum vakti mikla athygli og yfir fjórtán milljón manns horfðu á það á netinu. Bobby White lofaði líka að koma aftur og þá með góðan liðsauka. Það stóð hann heldur betur við. Lögreglumaðurinn kom nefnilega aftur og þá með NBA-goðsögnina Shaquille O'Neal með sér. Báðir léku sér með krökkunum og skemmtu sér konunglega. Krakkarnir munu líka aldrei gleyma þeim degi þegar Shaquille O'Neal mætti á svæðið og lék sér með þeim í körfubolta. Shaquille O'Neal er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og fjórfaldur NBA-meistari. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sjónvarpsmaður í tengslum við útsendingar TNT frá NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af þessu athyglisverða framtaki Bobby White og Shaquille O'Neal.Last week, the @GainesvillePD were called because kids were playing basketball too loud. Today, they called @SHAQ. https://t.co/pA2G0XUKM9— FOX Sports Live (@FOXSportsLive) January 24, 2016 Shaq sworn-in as police officer in Doral, FL moments ago. pic.twitter.com/rXqGXCfeho (via @Luigiboria)— Andy Slater (@AndySlater) January 20, 2015 NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Lögregla í Flórída í Bandaríkjunum brást skemmtilega við á dögunum þegar lögreglustöðinni barst kvörtun vegna hávaða frá krökkum sem voru að leika sér úti í körfubolta. Bobby White, lögreglumaður í Gainesville, mætti á staðinn en í stað þess að banna krökkunum að leika sér í körfubolta þá hvatti hann krakkana til að vera úti að hreyfa sig. Hann gerði gott betur og spilaði með krökkunum. Lögreglan gaf út yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem stóð að það væri alltaf stefna deildarinnar að leyfa krökkum að vera krakkar. Myndband Bobby White af því þegar hann mætti og lék sér með krökkunum vakti mikla athygli og yfir fjórtán milljón manns horfðu á það á netinu. Bobby White lofaði líka að koma aftur og þá með góðan liðsauka. Það stóð hann heldur betur við. Lögreglumaðurinn kom nefnilega aftur og þá með NBA-goðsögnina Shaquille O'Neal með sér. Báðir léku sér með krökkunum og skemmtu sér konunglega. Krakkarnir munu líka aldrei gleyma þeim degi þegar Shaquille O'Neal mætti á svæðið og lék sér með þeim í körfubolta. Shaquille O'Neal er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og fjórfaldur NBA-meistari. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sjónvarpsmaður í tengslum við útsendingar TNT frá NBA-deildinni. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af þessu athyglisverða framtaki Bobby White og Shaquille O'Neal.Last week, the @GainesvillePD were called because kids were playing basketball too loud. Today, they called @SHAQ. https://t.co/pA2G0XUKM9— FOX Sports Live (@FOXSportsLive) January 24, 2016 Shaq sworn-in as police officer in Doral, FL moments ago. pic.twitter.com/rXqGXCfeho (via @Luigiboria)— Andy Slater (@AndySlater) January 20, 2015
NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira