Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2016 21:12 Espen Lie Hansen skorar eitt átta marka sinna gegn Póllandi. vísir/afp Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. Noregur byrjaði mótið á því að tapa fyrir Íslandi en síðan þá hefur liðið unnið þrjá leiki í röð og á góða möguleika á að komast í undanúrslit. Norðmenn eru með sex stig í 2. sæti milliriðils 1 en þeir mæta Makedóníu í næsta leik sínum á mánudaginn. Pólverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fjögur stig en þeir eiga leik gegn Hvít-Rússum á mánudaginn. Pólland hafði unnið alla þrjá leiki sína á EM fram að leiknum í kvöld. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og Michal Jurecki kom þeim í 6-3 eftir 10 mínútna leik. Norðmenn voru þó fljótir að ná áttum, jöfnuðu og komust yfir og þeir leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16. Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og Magnus Jondal kom þeim í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-19, eftir þriggja mínútna leik. Noregur hafði 2-3 marka forskot næstu mínúturnar en stórskyttan Karol Bielecki minnkaði muninn í eitt mark, 23-24, þegar 10 mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru spennandi en Norðmenn héldu haus og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-30. Espen Lie Hansen fór mikinn í liði Noregs og skoraði átta mörk. Kent Robin Tonnensen átti einnig skínandi leik og skoraði sex mörk, en þrjú þeirra komu á síðustu 10 mínútum leiksins. Pólsku markverðirnir réðu ekkert við skyttur Norðmanna en þeir vörðu aðeins fimm skot í leiknum (14%). Bielecki og Jurecki báru af í liði Pólverja en þeir skoruðu samtals 19 af 28 mörkum liðsins í leiknum (Bielecki 10 og Jurecki 9).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46