Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 17:36 Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Vísir/Vilhelm Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016 Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016
Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00