Formaður HSÍ hefur ekki áhyggjur af meintri hignun handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:45 Guðmundur B. Ólafsson, til vinstri, á blaðamannafundi HSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira