Wyclef Jean næstum því búinn að koma Zaza Pachulia í byrjunarlið Vestursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 17:30 Zaza Pachulia og Wyclef Jean. Vísir/Getty Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt. NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt.
NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40