Aron vildi hætta til að fría leikmenn ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 15:15 Aron á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira