Bent Nyegaard: Besti leikur danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 09:00 Guðmundur Guðmundsson fagnar einu af mörgum mörkum danska liðsins í gær. Vísir/EPA Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira