Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Ingvar Haraldsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014. Bankastjóri Landsbankans segir að tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt þegar samið var um kaupverð. Fréttablaðið/ernir Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar. Borgunarmálið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar.
Borgunarmálið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun