Lífeyri aldraðra haldið niðri i 11 mánuði! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun