Helmingur tekna Valitor kemur frá útlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 13:29 Borgun og Valitor gætu hagnast vel á yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem um þrjú þúsund fjármálafyrirtæki í Evrópu eiga. vísir/stefán Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor. Borgunarmálið Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Borgunarmálið Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira