Góðar fréttir frá Ísrael Ívar Halldórsson skrifar 20. janúar 2016 08:42 Fjölmargir fjölmiðlar víða um heim hafa reynt að finna ísraelsku þjóðinni flest til foráttu. Almenningur situr því oft eftir með afskræmda mynd af þessu lýðræðisríki - halda að Ísraelar séu upp til hópa grimmir, miskunarlausir og hættulegir mannkyninu. En ef við leiðum hjá okkur eitt augnablik umfjallanir fjölmiðla um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og beinum augum okkar dýpra inn í þjóðarsál Ísrael, stangast þau ótalmörgu afrek Ísraelsmanna á við þá slæmu ímynd sem hefur fengið að stimpla sig inn í huga margra. Luke Johnson, forseti Risk Capital Partners og Centre for Entrepreneurs, skrifaði nýlega í UK Sunday Timesum Ísrael sem magnað land, iðandi af orku og sjálfstrausti, segull fyrir hæfileika og fjárfestingu - og suðupottur nýsköpunar. Það er ótal margt úr fréttum seinni hluta síðasta árs sem styður og undirstrikar orð hans. Afrek Ísraelsmanna rötuðu í fréttir á síðasta ári eins og reyndar ár hvert. Það er uppörvandi að sjá allt þetta jákvæða og uppbyggilega sem streymir frá þeim til heimsins, þótt reyndar finnist manni þakklætið stundum af skornum skammti. Eftirfarandi er aðeins brotabrot af því jákvæða sem þótti fréttnæmt frá Ísrael árið 2015: Heilsufar Ísraelsmanna er í sjötta sæti á heimsvísu, fyrsti kvenkyns sendiherra Arabaríkis kynntur til leiks í Ísrael, háskólaútskriftum fjölgar um 500% síðan 1990 og heimildarmynd sem hampar stórmerkilegri sögu heilbrigðistækjaiðnaðains er sýnd um öll Bandaríkin. Vatnstækni Ísraels heldur áfram að bjarga mannslífum um víða veröld, fyrrum líðsforingjar í IDF gerast sjálfboðaliðar í fátækum löndum og Ísrael splæsir í gervihnött til að færa fátækum löndum internetið. Krabbameinsmeðferðarverkefni Ísraelsmanna vinnur alþjóðleg verðlaun, ísraelsk tækni vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum fyrir snjallsíma sem greinir krabbamein og aðra sjúkdóma og gervilunga í fullri stærð sem hannað er af Ísraelum styður rannsóknir á loftmengun. Ísraelskt lyfjafyrirtæki minnkar einkenni þunglyndis um 50% og tíðni sjálfsmorðshugleiðinga um 75% á meðan Bandaríkjamenn og Suður-Afríkanar fjárfesta í ísraelskum heilbrigðislausnum. Ísraelar þróa táknmálskennsluforrit fyrir heyrnalausa og nýstárlegt snjallrúm frá Ísrael skráir upplýsingar um svefn þinn og lagar meira að segja kaffi. Góðar fréttir sem þessar eru bara dropi í hafið yfir afrek Ísraels á síðasta ári. Margir átta sig sem betur fer á sannleikanum; þ.á.m. Jon Bon Jovi sem hóf fyrstu tónleika hljómsveitarinnar í Ísrael á því að segja 50.000 fagnandi Ísraelum, "Ég hef beðið lengi eftir þessu!" Hann sagði að nýjasti smellurinn hans "We Don't Run", "ætti að vera baráttusöngur Tel Aviv." Það er kannski ýmislegt í þessari upptalningu fréttaskota sem er á skjön við þá mynd sem víða er dregin upp af Ísrael. En ljóst er að allar þessar góðu og gildu fréttir um afreksríkið Ísrael fá hugsandi menn til að setja spurningamerki við öllum þeim slæma áróðri sem beinist gegn þjóðinni. Ekki er það þó líklegt, rökrétt né sögunni samkvæmt að illa innrættar þjóðir og hatursfullar ríkisstjórnir nái eða vilji yfirleitt láta svona mikið gott af sér leiða til heimsbyggðarinnar. Miðað við allt það góða sem kemur frá þessari umdeildu þjóð finnst mér rétt að hún fái að njóta vafans þegar stóru orðin falla í fjölmiðlum – enda hefur oftar en ekki komið í ljós að innistæðan fyrir þeim orðum hefur ekki verið til. (Facebook-síðan „Ógeðslega góðar fréttir“ var að stórum hluta kveikjan að þessum jákvæða pistli en þar má t.d. finna slóðir á allar þær fréttir sem minnst er á í þessum pistli, lesendum til nánari glöggvunar). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar víða um heim hafa reynt að finna ísraelsku þjóðinni flest til foráttu. Almenningur situr því oft eftir með afskræmda mynd af þessu lýðræðisríki - halda að Ísraelar séu upp til hópa grimmir, miskunarlausir og hættulegir mannkyninu. En ef við leiðum hjá okkur eitt augnablik umfjallanir fjölmiðla um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og beinum augum okkar dýpra inn í þjóðarsál Ísrael, stangast þau ótalmörgu afrek Ísraelsmanna á við þá slæmu ímynd sem hefur fengið að stimpla sig inn í huga margra. Luke Johnson, forseti Risk Capital Partners og Centre for Entrepreneurs, skrifaði nýlega í UK Sunday Timesum Ísrael sem magnað land, iðandi af orku og sjálfstrausti, segull fyrir hæfileika og fjárfestingu - og suðupottur nýsköpunar. Það er ótal margt úr fréttum seinni hluta síðasta árs sem styður og undirstrikar orð hans. Afrek Ísraelsmanna rötuðu í fréttir á síðasta ári eins og reyndar ár hvert. Það er uppörvandi að sjá allt þetta jákvæða og uppbyggilega sem streymir frá þeim til heimsins, þótt reyndar finnist manni þakklætið stundum af skornum skammti. Eftirfarandi er aðeins brotabrot af því jákvæða sem þótti fréttnæmt frá Ísrael árið 2015: Heilsufar Ísraelsmanna er í sjötta sæti á heimsvísu, fyrsti kvenkyns sendiherra Arabaríkis kynntur til leiks í Ísrael, háskólaútskriftum fjölgar um 500% síðan 1990 og heimildarmynd sem hampar stórmerkilegri sögu heilbrigðistækjaiðnaðains er sýnd um öll Bandaríkin. Vatnstækni Ísraels heldur áfram að bjarga mannslífum um víða veröld, fyrrum líðsforingjar í IDF gerast sjálfboðaliðar í fátækum löndum og Ísrael splæsir í gervihnött til að færa fátækum löndum internetið. Krabbameinsmeðferðarverkefni Ísraelsmanna vinnur alþjóðleg verðlaun, ísraelsk tækni vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum fyrir snjallsíma sem greinir krabbamein og aðra sjúkdóma og gervilunga í fullri stærð sem hannað er af Ísraelum styður rannsóknir á loftmengun. Ísraelskt lyfjafyrirtæki minnkar einkenni þunglyndis um 50% og tíðni sjálfsmorðshugleiðinga um 75% á meðan Bandaríkjamenn og Suður-Afríkanar fjárfesta í ísraelskum heilbrigðislausnum. Ísraelar þróa táknmálskennsluforrit fyrir heyrnalausa og nýstárlegt snjallrúm frá Ísrael skráir upplýsingar um svefn þinn og lagar meira að segja kaffi. Góðar fréttir sem þessar eru bara dropi í hafið yfir afrek Ísraels á síðasta ári. Margir átta sig sem betur fer á sannleikanum; þ.á.m. Jon Bon Jovi sem hóf fyrstu tónleika hljómsveitarinnar í Ísrael á því að segja 50.000 fagnandi Ísraelum, "Ég hef beðið lengi eftir þessu!" Hann sagði að nýjasti smellurinn hans "We Don't Run", "ætti að vera baráttusöngur Tel Aviv." Það er kannski ýmislegt í þessari upptalningu fréttaskota sem er á skjön við þá mynd sem víða er dregin upp af Ísrael. En ljóst er að allar þessar góðu og gildu fréttir um afreksríkið Ísrael fá hugsandi menn til að setja spurningamerki við öllum þeim slæma áróðri sem beinist gegn þjóðinni. Ekki er það þó líklegt, rökrétt né sögunni samkvæmt að illa innrættar þjóðir og hatursfullar ríkisstjórnir nái eða vilji yfirleitt láta svona mikið gott af sér leiða til heimsbyggðarinnar. Miðað við allt það góða sem kemur frá þessari umdeildu þjóð finnst mér rétt að hún fái að njóta vafans þegar stóru orðin falla í fjölmiðlum – enda hefur oftar en ekki komið í ljós að innistæðan fyrir þeim orðum hefur ekki verið til. (Facebook-síðan „Ógeðslega góðar fréttir“ var að stórum hluta kveikjan að þessum jákvæða pistli en þar má t.d. finna slóðir á allar þær fréttir sem minnst er á í þessum pistli, lesendum til nánari glöggvunar).
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun