Óðum styttist í fyrstu forkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2016 06:00 Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira