Var Janet Yellen að senda Bandaríkin inn í efnahagslægð? Lars Christensen skrifar 20. janúar 2016 09:00 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun