Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 19:03 Dagur Sigurðsson með bikarinn í dag. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Sjá meira