Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 19:03 Dagur Sigurðsson með bikarinn í dag. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira