Ævintýrið er dagsatt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn unnu nauman sigur á Noregi í æsispennandi undanúrslitaleik í Póllandi. Fréttablaðið/AFP Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13
Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37
Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15
Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43