Á meðal Repúblikana vonast Donald Trump til að honum gangi betur en í Iowa-ríki í síðustu viku þar sem Ted Cruz vann sigur og fékk flesta kjörmenn kjörna.
Í forkosningum Demókrataflokksins stendur baráttan milli þeirra Bernie Sanders og Hillary Clinton.
Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum
Allir níu kjörgengir íbúar smábæjarins Dixville Notch greiddu atkvæði strax á miðnætti, en lög í New Hampshire heimila bæjum með færri en hundrað íbúa að opna kjörstaði strax á miðnætti og loka þeim aftur um leið og allir hafa greitt atkvæði.
Fjórir Demókratar í Dixville Notch greiddu atkvæði með Bernie Sanders, en þrír Repúblikanar kusu John Kasich og tveir Donald Trump.
Fylgjast má með útsendingu Fox 10 Phoenix og Sky News að neðan.