Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2016 11:54 Á Hótel Adam er varað við kranavatninu en svo hepplega vill til að kaupa má vatn á sérmerktum plastflöskum frá hótelinu, á fjögur hundruð krónur. Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira