Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:38 Áframhaldandi ofankomu er spáð fyrir vestan í dag. Vísir/Vilhelm Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira