Aðför að opinberum starfsmönnum Guðríður Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar