Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 07:15 Stephen Curry var ótrúlegur í nótt. vísir/getty Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira