Evrópumeistarar Dags mögulega í læstri dagskrá á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Dagur Sigurðsson og handboltaíþróttin eru í sviðsljósinu í Þýskalandi. Vísir/AFP Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða