Ferðaþjónusta í hvað örustum vexti á Íslandi og í Króatíu ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 10:45 Darren Huston segir ferðaþjónustu vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðslu í heiminum. vísir/stefán „Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
„Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira