Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2016 10:30 Dagur Sigurðsson þakkar þýsku þjóðinni fyrir stuðninginn á sigurhátíðinni í Berlín í gær. vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari Evrópumeistara Þýskalands í handbolta, gæti í framtíðinni orðið fótboltaþjálfari. Dagur stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs á Evrópumótinu í Póllandi á sunnudaginn þegar það lagði Spán, 24-17, í úrslitaleik. „Ég hef áður íhugað þann möguleika en aldrei hugsað þá hugsun til enda,“ segir Dagur um möguleikann að gerast fótboltaþjálfari í viðtali við þýska blaðið Bild-Zeitung í dag. „Ég held ég gæti þjálfað fótboltalið. Þetta er allt svipað. Auðvitað er taktíkin öðruvísi en þetta er eins þegar kemur að því að leiða sveit manna. Það er alveg eins hvort sem þú ert í fyrirtækjarekstri eða með íþróttalið,“ segir Dagur. Dagur vill gefa sér og strákunum smá tíma til að fagna Evrópumeistaratitlinum en svo þurfa allir að koma sér niður á jörðina og fara að hugsa um Ólympíuleikana eftir fjögur ár. „Við erum bestir núna. Evrópumeistararnir eru besta lið heims á hverri stundu en við munum leggja mikið á okkur til að halda okkur á toppnum,“ segir Dagur. „Nú verðum við að stefna saman á Ólympíuleikana 2020,“ segir Dagur, en þýska liðið er nú þegar komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem fara fram í ágúst á þessu ári. Dagur er með samning fram yfir ÓL 2020. „Við verðum að leyfa okkur að fagna núna en svo þurfum við að sýna auðmýkt. Við þurfum að leggja mikið á okkur og fá einbeitinguna aftur,“ segir Dagur Sigurðsson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull Besti handboltamaður Íslandssögunnar er mjög ánægður fyrir hönd æskuvinar síns. 1. febrúar 2016 13:00 Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Að leyfa nýju mönnunum að spila snerist ekkert um traust. Það var bara ekkert annað í boði. 1. febrúar 2016 09:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari Evrópumeistara Þýskalands í handbolta, gæti í framtíðinni orðið fótboltaþjálfari. Dagur stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs á Evrópumótinu í Póllandi á sunnudaginn þegar það lagði Spán, 24-17, í úrslitaleik. „Ég hef áður íhugað þann möguleika en aldrei hugsað þá hugsun til enda,“ segir Dagur um möguleikann að gerast fótboltaþjálfari í viðtali við þýska blaðið Bild-Zeitung í dag. „Ég held ég gæti þjálfað fótboltalið. Þetta er allt svipað. Auðvitað er taktíkin öðruvísi en þetta er eins þegar kemur að því að leiða sveit manna. Það er alveg eins hvort sem þú ert í fyrirtækjarekstri eða með íþróttalið,“ segir Dagur. Dagur vill gefa sér og strákunum smá tíma til að fagna Evrópumeistaratitlinum en svo þurfa allir að koma sér niður á jörðina og fara að hugsa um Ólympíuleikana eftir fjögur ár. „Við erum bestir núna. Evrópumeistararnir eru besta lið heims á hverri stundu en við munum leggja mikið á okkur til að halda okkur á toppnum,“ segir Dagur. „Nú verðum við að stefna saman á Ólympíuleikana 2020,“ segir Dagur, en þýska liðið er nú þegar komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem fara fram í ágúst á þessu ári. Dagur er með samning fram yfir ÓL 2020. „Við verðum að leyfa okkur að fagna núna en svo þurfum við að sýna auðmýkt. Við þurfum að leggja mikið á okkur og fá einbeitinguna aftur,“ segir Dagur Sigurðsson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull Besti handboltamaður Íslandssögunnar er mjög ánægður fyrir hönd æskuvinar síns. 1. febrúar 2016 13:00 Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Að leyfa nýju mönnunum að spila snerist ekkert um traust. Það var bara ekkert annað í boði. 1. febrúar 2016 09:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull Besti handboltamaður Íslandssögunnar er mjög ánægður fyrir hönd æskuvinar síns. 1. febrúar 2016 13:00
Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Að leyfa nýju mönnunum að spila snerist ekkert um traust. Það var bara ekkert annað í boði. 1. febrúar 2016 09:45
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00
Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00