Hver er þessi Ted Cruz? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 10:15 Ted Cruz ávarpar stuðningsmenn sína í Iowa-ríki í gær þegar úrslit forvalsins lágu fyrir. vísir/getty Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. Trump hefur farið mikinn í kosningabaráttunni og er afar umdeildur. Hann hefur hins vegar notið hylli á meðal kjósenda og náði vissulega ágætri kosningu í Iowa en hafði þó ekki betur en Cruz. Þá kemur Marco Rubio fast á hæla Trump.Á móti hjónabandi samkynhneigðra en meðfylgjandi dauðarefsingum En hver er þessi Ted Cruz eiginlega? Eins og áður segir er hann öldungadeildarþingmaður en hann situr á þingi fyrir Texas-ríki. Cruz er íhaldssamur, heittrúaður og afar vinsæll innan Teboðshreyfingarinnar sem er íhaldssamasti armur Repúblikanaflokksins. Hann er meðal annars mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra, telur að aðeins eigi að leyfa fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu og er meðfylgjandi dauðarefsingum. Cruz, sem er 45 ára gamall, ólst upp í Houston í Texas en fæddist reyndar í Kanada og hefur Trump fullyrt að hann sé þess vegna ekki kjörgengur. Cruz hefur hins vegar gert lítið úr þeim fullyrðingum. Faðir Cruz er frá Kúbu en mamma hans er bandarísk. Þau kynntust í Texas en fluttu til Kanada á sjöunda áratugnum þegar olíuiðnaðurinn þar var í blóma. Þegar faðir Cruz var unglingur barðist hann með Fidel Castro gegn einræðisherranum Fulgencio Batista. Cruz hefur síðan sagt að faðir hans hafi ekki vitað að Castro væri kommúnisti; eina sem hann vissi var að Batista var grimmur einræðisherra.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumHér að neðan má sjá sigurræðu Cruz í Iowa í gærkvöldi.Lærði lögfræði í Harvard og var aðstoðarmaður hæstaréttardómara Eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður af Batista fór faðir Cruz til Bandaríkjanna og gekk í háskólann í Texas. Í Texas kynntist hann móður Cruz sem kemur úr verkamannafjölskyldu frá Delaware en hún lærði stærðfræði í háskóla. Cruz gekk í Princeton-háskólann og lærði lögfræði í Harvard. Eftir að hann lauk laganámi árið 1995 var hann aðstoðarmaður hæstaréttardómara í nokkur ár en vann síðan sem lögmaður. Cruz hóf síðan að starfa fyrir George W. Bush í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2000 og vann fyrir Bush fyrstu þrjú árin sem hann var í embætti. Í kosningabaráttunni kynntist hann eiginkonu sinni Heidi Nelson Cruz og eiga þau tvö börn. Árið 2003 hóf Cruz síðan störf fyrir saksóknarann í Texas þar sem hann vann í fimm ár áður en hann fór aftur í lögmennsku. Hann tók síðan sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í janúar 2013 og vakti mikla athygli strax á sínu fyrsta ári á þingi. Cruz varð fljótt einn af leiðtogum Teboðshreyfingarinnar og hefur ítrekað talað gegn endurbótum Barack Obama á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.Ted Cruz ásamt konu sinni Heidi Nelson Cruz.vísir/gettyHugmyndafræði fram yfir flokkshollustu Strax árið 2013 var farið að nefna Cruz sem mögulegan forsetaframbjóðanda í kosningunum núna í nóvember. Hann tilkynnti svo um framboð sitt í mars í fyrra. Í grein á vef BBC í dag er farið yfir það hvernig forseti hann gæti mögulega orðið. Þar segir að eldri og reyndari menn innan Repúblikanaflokksins hafi ekki aðeins áhyggjur af því hvernig forseti Donald Trump geti orðið; þeir hafa einnig áhyggjur af Ted Cruz. Áhyggjur þeirra vegna Cruz snúa aðallega því að hann tekur hugmyndafræðina fram yfir flokkshollustuna. Hann hefur eignast marga óvini innan flokksins og mun væntanlega ekki leita að ráðherrum í ríkisstjórn sína á meðal flokksmanna. Frekar er búist við því að Cruz muni til að mynda horfa til fólks sem starfar innan hægrisinnaðra hugveita (e. right wing think tanks). En áður en til þess kemur að Cruz fari að mynda ríkisstjórn þarf að hann að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra og svo sigra í kosningunum í nóvember. Nái hann kjöri gæti hann hæglega orðið íhaldssamasti forseti Bandaríkjanna í manna minnum en næstu mánuðir munu leiða í ljós hversu langt hann mun ná. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. Trump hefur farið mikinn í kosningabaráttunni og er afar umdeildur. Hann hefur hins vegar notið hylli á meðal kjósenda og náði vissulega ágætri kosningu í Iowa en hafði þó ekki betur en Cruz. Þá kemur Marco Rubio fast á hæla Trump.Á móti hjónabandi samkynhneigðra en meðfylgjandi dauðarefsingum En hver er þessi Ted Cruz eiginlega? Eins og áður segir er hann öldungadeildarþingmaður en hann situr á þingi fyrir Texas-ríki. Cruz er íhaldssamur, heittrúaður og afar vinsæll innan Teboðshreyfingarinnar sem er íhaldssamasti armur Repúblikanaflokksins. Hann er meðal annars mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra, telur að aðeins eigi að leyfa fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu og er meðfylgjandi dauðarefsingum. Cruz, sem er 45 ára gamall, ólst upp í Houston í Texas en fæddist reyndar í Kanada og hefur Trump fullyrt að hann sé þess vegna ekki kjörgengur. Cruz hefur hins vegar gert lítið úr þeim fullyrðingum. Faðir Cruz er frá Kúbu en mamma hans er bandarísk. Þau kynntust í Texas en fluttu til Kanada á sjöunda áratugnum þegar olíuiðnaðurinn þar var í blóma. Þegar faðir Cruz var unglingur barðist hann með Fidel Castro gegn einræðisherranum Fulgencio Batista. Cruz hefur síðan sagt að faðir hans hafi ekki vitað að Castro væri kommúnisti; eina sem hann vissi var að Batista var grimmur einræðisherra.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumHér að neðan má sjá sigurræðu Cruz í Iowa í gærkvöldi.Lærði lögfræði í Harvard og var aðstoðarmaður hæstaréttardómara Eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður af Batista fór faðir Cruz til Bandaríkjanna og gekk í háskólann í Texas. Í Texas kynntist hann móður Cruz sem kemur úr verkamannafjölskyldu frá Delaware en hún lærði stærðfræði í háskóla. Cruz gekk í Princeton-háskólann og lærði lögfræði í Harvard. Eftir að hann lauk laganámi árið 1995 var hann aðstoðarmaður hæstaréttardómara í nokkur ár en vann síðan sem lögmaður. Cruz hóf síðan að starfa fyrir George W. Bush í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2000 og vann fyrir Bush fyrstu þrjú árin sem hann var í embætti. Í kosningabaráttunni kynntist hann eiginkonu sinni Heidi Nelson Cruz og eiga þau tvö börn. Árið 2003 hóf Cruz síðan störf fyrir saksóknarann í Texas þar sem hann vann í fimm ár áður en hann fór aftur í lögmennsku. Hann tók síðan sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í janúar 2013 og vakti mikla athygli strax á sínu fyrsta ári á þingi. Cruz varð fljótt einn af leiðtogum Teboðshreyfingarinnar og hefur ítrekað talað gegn endurbótum Barack Obama á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.Ted Cruz ásamt konu sinni Heidi Nelson Cruz.vísir/gettyHugmyndafræði fram yfir flokkshollustu Strax árið 2013 var farið að nefna Cruz sem mögulegan forsetaframbjóðanda í kosningunum núna í nóvember. Hann tilkynnti svo um framboð sitt í mars í fyrra. Í grein á vef BBC í dag er farið yfir það hvernig forseti hann gæti mögulega orðið. Þar segir að eldri og reyndari menn innan Repúblikanaflokksins hafi ekki aðeins áhyggjur af því hvernig forseti Donald Trump geti orðið; þeir hafa einnig áhyggjur af Ted Cruz. Áhyggjur þeirra vegna Cruz snúa aðallega því að hann tekur hugmyndafræðina fram yfir flokkshollustuna. Hann hefur eignast marga óvini innan flokksins og mun væntanlega ekki leita að ráðherrum í ríkisstjórn sína á meðal flokksmanna. Frekar er búist við því að Cruz muni til að mynda horfa til fólks sem starfar innan hægrisinnaðra hugveita (e. right wing think tanks). En áður en til þess kemur að Cruz fari að mynda ríkisstjórn þarf að hann að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra og svo sigra í kosningunum í nóvember. Nái hann kjöri gæti hann hæglega orðið íhaldssamasti forseti Bandaríkjanna í manna minnum en næstu mánuðir munu leiða í ljós hversu langt hann mun ná.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Ted Cruz tók fram úr Trump Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri. 2. febrúar 2016 07:01
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32