Að snúa hlutum á hvolf og til baka aftur Teitur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2016 14:43 Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun