ISAL kannar lögmæti aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Boðaðar verkfallsaðgerðir Hlífar um miðja næstu viku ná til ellefu starfsmanna sem starfa við uppskipun í álverinu í Straumsvík. vísir/gva Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00