Jakob sló í gegn Telma Tómasson skrifar 18. febrúar 2016 12:45 Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum. Jakob Svavar hlaut annað sæti í gæðingafiminni í ár en sýningu hans má sjá á meðfylgjandi myndbandi hér fyrir ofan. Þótti einstakt þegar Jakob Svavar sýndi hryssuna Gloríu frá Skúfslæk á tölti í mjög lágum höfuðburði og með slaka yfirlínu og gat svo undið hana upp í söfnun á sömu gangtegund án þess að taktur eða form glataðist. Þótti þessi æfing vera til marks um frábæra reiðmennsku og samspil knapa og hests. Þá má hér fyrir neðan sjá sýningu sigurvegarans Árna Björns Pálssonar á Skímu frá Kvistum.Gæðingafimi í hestaíþróttum er tiltölulega ný keppnisgrein á Íslandi og er enn að þróast í útfærslu. Litið er til hennar sem framtíðar keppnisgreinar í Íslandshestaheiminum, en þess ber að geta að í fyrsta sinn verður keppt í gæðingafimi á erlendri grund nú um helgina. Keppni í greininni fer fram á Arctic Equestrian Games (AEG) í Noregi, en það er með stærstu innanhúsmótum sem haldið er á Norðurlöndunum. Meðal keppenda eru þekktir knapar, meðal annars úr norska landsliðinu. Upprifjun frá keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld, fimmtudagskvöld. Hestar Tengdar fréttir Árni Björn kominn í gírinn Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein. 12. febrúar 2016 14:00 Að stökkva út í djúpu laugina "Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag. 11. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum. Jakob Svavar hlaut annað sæti í gæðingafiminni í ár en sýningu hans má sjá á meðfylgjandi myndbandi hér fyrir ofan. Þótti einstakt þegar Jakob Svavar sýndi hryssuna Gloríu frá Skúfslæk á tölti í mjög lágum höfuðburði og með slaka yfirlínu og gat svo undið hana upp í söfnun á sömu gangtegund án þess að taktur eða form glataðist. Þótti þessi æfing vera til marks um frábæra reiðmennsku og samspil knapa og hests. Þá má hér fyrir neðan sjá sýningu sigurvegarans Árna Björns Pálssonar á Skímu frá Kvistum.Gæðingafimi í hestaíþróttum er tiltölulega ný keppnisgrein á Íslandi og er enn að þróast í útfærslu. Litið er til hennar sem framtíðar keppnisgreinar í Íslandshestaheiminum, en þess ber að geta að í fyrsta sinn verður keppt í gæðingafimi á erlendri grund nú um helgina. Keppni í greininni fer fram á Arctic Equestrian Games (AEG) í Noregi, en það er með stærstu innanhúsmótum sem haldið er á Norðurlöndunum. Meðal keppenda eru þekktir knapar, meðal annars úr norska landsliðinu. Upprifjun frá keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld, fimmtudagskvöld.
Hestar Tengdar fréttir Árni Björn kominn í gírinn Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein. 12. febrúar 2016 14:00 Að stökkva út í djúpu laugina "Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag. 11. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Árni Björn kominn í gírinn Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein. 12. febrúar 2016 14:00
Að stökkva út í djúpu laugina "Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag. 11. febrúar 2016 16:00