Völd forseta Íslands (framhald…) Michel Sallé skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Tengdar fréttir Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013.
Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun