Það ætlar enginn að verða fíkill Stefanía Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun