Enn sótt að rammaáætlun Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar